„Brasserie Kársnes er huggulegur veitingastaður fyrir fólkið í hverfinu, það þarf ekki alltaf að fara niður í bæ til að njóta í mat og drykk.
Fastakúnnarnir eru orðnir margir sem jafnframt skapar skemmtilegt og persónulegt andrúmsloft á staðnum“
Brasserie Kársnes
Jólabrunch/hlaðborð
Alla föstudaga í desember
Fjölskyldurekstur
Helvítis Kokkurinn
Óli Glíma
Ólafur er vel þekktur í veitingageiranum, enda metnaðarfullur matreiðslumeistari sem hefur mikla ástríðu fyrir matargerð af ólíkum uppruna. Hann hefur töluverða innsýn í mismunandi matargerð, hefur starfað sem kokkur í Kaupmannahöfn, Skotlandi og á Íslandi og er því með mikla reynslu úr bransanum.
"Matarþema er Scandinavian street food hvað sem það er nú"
„Mig hefur lengi langað að opna minn eigin veitingastað og fékk frábært tækifæri til þess hérna á Kársnesinu og ákvað að stökkva á það. Ég ætlaði bara að hafa þetta lítið en svo atvikaðist það þannig að við opnuðum geggjaðan stað sem tekur allt að 70 manns í sæti. Við fjölskyldan ákváðum að gera þetta, og vorum mjög samstillt, enda vorum við öll tilbúin í þetta veitingahúsaævintýri.
Það var heldur betur mikil áskorun að gera rýmið klárt fyrir reksturinn, en við fengum mikla hjálp frá okkar nánustu sem vildu leggja sitt af mörkum. Það er mjög gott að eiga góða að og fjölskyldan var algjörlega ómetanleg í þessari rússíbanareið“.