„Brasserie Kársnes er huggulegur veitingastaður fyrir fólkið í hverfinu, það þarf ekki alltaf að fara niður í bæ til að njóta í mat og drykk.
Fastakúnnarnir eru orðnir margir sem jafnframt skapar skemmtilegt og persónulegt andrúmsloft á staðnum“
Brasserie Kársnes
Breyttur opnunartími
Verðum með opið öll kvöld frá og með 13.janúar
Verðum með opið í hádeginu fimmtudaga - sunnudags þar sem við bjóðum upp á glæsilegan hádegisseðill með brunch ívafi
Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumeistari og kona hans Sólveig J. Guðmundsdóttir reka veitingastaðinn Brasserie Kársnes, í nýju hverfi við smábátahöfn Kópavogs.
Óli hefur mikla ástríðu fyrir matargerð og hann, ásamt hans frábæra teymi sjá um kokkeríið, á meðan Sólveig stendur vaktina í salnum með sínu flotta teymi. Þau leggja mikið upp úr því að veita góða þjónustu svo viðskiptavinurinn geti notið sín í mat og drykk.
„Við opnuðum staðinn í september 2021. Þetta var gamall draumur hjá mér sem ég var búinn að gefa upp á bátinn. Ég fór að leita að stað, rými, þar sem ég gæti opnað veitingastað og fann þetta pláss sem mér leist mjög vel á. Það er og verður mikil uppbygging á Kársnesinu á næstu árum sem er spennandi að vera partur af.“
„Matseðillinn er fjölbreytilegur og á að höfða til allra. Við breytum reglulega um rétti á seðlinum til að halda okkur kokkunum á tánum og leggjum mikið uppúr því að bjóða uppá ljúffengan mat, og erum meðal annars með góðar steikur og fiskrétti. Við erum einnig með skemmtilegan brunch um helgar, og getur viðskiptavinurinn til dæmis valið um amerískan, danskan og spænskan brunch svo fátt eitt sé nefnt“.
Hann nefnir einnig að „drykkir eru hluti af góðri matarupplifun“ og má nefna að Brasserie Kársnes er með mjög flottan vínseðil ásamt góðu úrvali af áfengum og óafengum kokteilum.
„Teymið á Brasserie Kársnes er skapandi og hugmyndaríkt með mikla ástríðu fyrir matargerð. Það sem einkennir Brasserie Kársnes er persónuleg tenging sem starfsfólkið á við viðskiptavininn. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur hjálpað okkur að skapa einstaklega afslappað og þægilegt andrúmsloft þar sem gestirnir geta notið sín vel í mat og drykk“, segir Ólafur Helgi að lokum.